top of page

Ofsakvíði og kvíða fjölgun

Ofsakvíði

Talað er um ofsakvíða þegar kvíðaköst endurtaka sig með stuttu millibili  Ofsakvíði einkennist af mikilli hræðslu tilfinningu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Átta af hverjum hundrað greinast með ofsakvíða á einhverjum tímapunkti á ævinni. Konur eru í meirihluta þeirra sem greinast. Ofsakvíði getur mjög auðveldlega tekið yfir stóran part lífsins og því er mikilvægt að leita sér hjálpar eins skjótt og hægt er. Meðferðirnar sem eru í boði eru taldar mjög áhrifaríkar og nauðsynlegar fyrir fólk með ofsakvíða.

Kvíðaröskunum hefur farið verulega fjölgandi í samfélaginu síðustu ár. Samkvæmt Eyjólfi Erni Jónsyni sálfræðingi hjá Persónu, er orsökin m.a. sú að hraðinn í samfélaginu hefur aukist. Fólk hefur minni tíma og ásókn nýrra miðla inn á heimilin hefur aukið kröfur samféglagsins til okkar; allir þurfa eiga allt það nýjasta, flotta bíla og skemmtilegt líf. Önnur möguleg ástæða fyrir aukningu kvíðaraskana er að greiningartæki og þekking okkar á kvíða er að batna og því greinast fleiri nú sem ekki hefðu gert það áður fyrr. Í könnun okkar kom fram að flestir telja að kvíðaraskanir séu að aukast. Þær ástæður sem fólk nefni oftast voru:

fjölgun Kvíðaraskana

Aukin notkun Samfélagsmiðla

Hraði og kröfur samfélagsins

Pressa

Aumingjaskapur

Nám

Neikvæð sjálfsmynd

Aukin meðvitund gagnvart kvíða

bottom of page