top of page

Ferli verkefnisins

Það tók sinn tíma að finna umfjöllunarefni verkefnisins. Áður en við fengum þessa hugmynd vorum við byrjaðar á öðru verkefni um kvikmyndagerð, en hættum við það þar sem við áttum erfitt með að teingja það nægilega vel við einhverja rannsóknar spurningu. Því næst ákváðum við að fjalla um kvíða, hvað einkennir og orsakar hann. Rannsóknar spurninginn okkar er: Hvað er kvíði og hver er munurinn á kvíða og kvíðaröskun. Það sem reyndar dró svolítið úr okkur var að mikið hefur verið fjallað um kvíða seinustu ár í lokaverkefnum fyrrverandi nemendum skólans og því kannski svolítið erfitt að velta upp einhverjum nýjum hliðum. En það er líka mikilvægt að velja verkefni sem maður hefur áhuga á og langar að læra ennþá meira um. Þess vegna ákváðum við að velja þetta sem  lokaverkefnið okkar. Okkur fannst einnig vanta meiri fræðslu og umfjöllun um kvíða. Næst tókum við ákvörðun um hvað við nákvæmlega við ætluðum að fjalla um. Við ákváðum að tala almennt um kvíða og kvíðaröskun og hvort það væri munur á því tvennu. Okkur langaði líka að vita hvort það væri kynjamunur á algengi og einkennum kvíða. Við gerðum könnun á facebook þar sem við spurðum almenning algengra spurninga um kvíða og fengum mörg góð svör, og nokkur þeirra komu okkur verulega á óvart. Okkur þótti mjög vænt um að fólk tæki sér tíma í að svara spurningunum okkar.  Á fundi okkar með Svavari og Nikulási mæltu þeir með því að við töluðum við mann sem heitir Eyjólfur sem er sálfræðingur. Við gerðum það og svör hans gögnuðust okkur mjög vel.

​Við spjölluðum einnig við konu sem heitir Lóa, en hún berst fyrir því að litið verði alvarlegri augum á kvíða en nú er gert, og voru svör hennar mjög áhugaverð og fróðleg. Við hönnuðum vefsíðuna okkar og lögðum mikið í að hún yrði eins flott og upplýsiandi og mögulegt væri. Við skoðuðum hvaða úrræði eru til við kvíða, t.d. námskeið sem eiga að hjálpa við að komast yfir kvíða og hvað þau kosta. Það kom okkur á óvart hvað þau voru feikilega dýr, en hvert námskeið kostar um 75 þúsund krónur fyrir aðeins 10 vikur. Við settum okkur í samband við tryggingafélag til að spyrja hvort kvíði sem væri það mikill að hann hefði áhrif á lífsgæði fólks, væri partur af sjúkratryggingum. Svörin sem við fengum voru öll frekar óskýr og okkur var sífellt bent á að tala við aðra. Við gáfumst að lokum upp. En verkefnið hélt þó áfram. Við kláruðum vefsíðuna, en okkur fannst enn eitthvað vanta í verkefnið. Okkur þótti erfitt að láta okkur detta eitthverja nýja afurð í hug, en að ákváðum við að búa til  bæklinga sem fólk gæti skoðað við básinn okkar og plakat með helstu upplýsingum og staðreyndum um kvíða. Þegar verkefnið var endanlega búið báðum við mæður okkar um að fara yfir stafsetningu og málfar.

bottom of page