top of page

       

 Áhyggjur og kvíði varðandi framtíðina:

            Áhyggjur varðandi eiginn framtíð, fjölskyldu og vinum. 

                                                                                                          -persona.is

Almenn einkenni kvíða:

Vöðvaspenn                            Ör hjartsláttur

Slök einbeiting                       Máttleysi

Þungur hjartsláttur              Óskýr hugsun

Brjóstverkur Grunn              ör öndun

Skjálfti                                     Andþyngsli

Kökkur í hálsi Doði               Garnagaul          

Kyngingarerfiðleikar           Skjálfandi rödd Fiðrildi í maga            Köfnunartilfinning              Spennt raddbönd

Verkir                                      Tíð

þvaglát                                    Roði eða fölvi

Niðurgangur                         Hita- eða kuldaköst

Grátur                                     hlátur

Ógleði                                     Svimi

sviti                                         Sjóntruflanir

Munnþurrkur                       Minnkuð kynhvöt Þrengt sjónsvið

Hegðunareinkenni:

Sífellt á verði                                    pirringur                                

bregður óeðlilega mikið

erfiðleikar við að sofna                    

vaknar oft um nætur

-KMS.is

Kvíði

-KMS.is

hugsanir

Kvíða er oft lýst sem einskonar kvíðaástandi, nokkuð líkt og óöryggi, stressi og ofsahræðslu, og er gjarnan fylgifiskur annarra alvarlegra geðsjúkdóma. Flestir einstaklingar finna einhverntíma fyrir kvíða, þó einkennin teljist ekki klínísk. Einnig er líka mögulegt að einstaklingar álíti sig líkamlega veika þegar þeir eru í raun kvíðnir. Kvíði einkennist af ýmsum hugsunum, líkamlegum einkennum og hegðunar einkennum.  Kvíði er mjög persónubundinn og hver upplifir kvíða á sinn hátt og við mismunandi aðstæður. Kvíði er hluti tilfinninga líkt og reiði. Allt fólk er með einhvern kvíða en bara mismikinn. Algegnt er að kvíði sé skilgreindur sem: „lífeðlislegt viðbragð sem virkjast þegar manneskja stendur frammi fyrir mögulegri ógn við velferð hennar eða afkomu.“ (tekið af KMS.is). Hræðsla er stór partur kvíðans og getur verið mjög yfirþyrmandi. Hún getur valdið því að einstaklingur forðast að stíga út fyrir sitt eigið heimili. Hræðsla við villidýr, skordýr og reið andlit er algeng á meðal fólks með kvíða, en hræðslan getur líka myndast í lokuðum rýmum eða sem lofthræðsla. Stundum þróar fólk með sér hræðslu við hluti sem eru hættulausir, eins og til dæmis ljósastaura og pottablóm. Kvíði tekur oft völdin af einstaklingnum og getur aftrað okkur frá því að gera hluti sem okkur langar til þess að gera.

bottom of page