top of page

Kvíðaröskun

Kvíðaröskun er nokkuð frábrugðin venjulegum kvíða, en þessi fyrirbæri hafa þó sama uppruna. Kvíðaröskun er mun alvarlegri en kvíði og einkennist af mun ýktari viðbrögðum og hræðslu sem erfitt getur reynst að vinna bug á. Um er að ræða kvíðaröskun þegar kvíðinn er farinn að endurtaka sig ítrekað í hættulausum aðstæðum. Samkvæmt samantekt á KMS.is má líkja kvíðaköstunum við  ofurnæma  þjófavörn í bíl sem fer í gang við minstu áreitni“. Hræðsla einstaklinga með kvíðaröskun getur beinst að nánast hverju sem er, eins og til dæmis flugi (flughræðlsa), lokuðum rýmum (innilokunarkennd), háum hæðum (loftræðsla), tannlæknum og því að kasta upp, Hræðslan magnast mikið á stuttum tíma og getur orðið nánast stjórnlaus ef ekkert er að gert. Börn með kvíðaröskun leitast eftir hrósi og huggun hjá aðilum i kringum sig. Kvíðaröskun getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklings og leiðir í mörgum tilvikum til alvarlegs þunglyndis. Fólk með kvíðaröskun fer mjög auðveldlega í vörn og því skal varast að gera lítið úr kvíða og þunglyndi.

Flokkar kvíðaröskunar:

Félagsfælni: Ótti við að verða til skammar eða dæmdur í félagslegum aðstæðum.

Afmörkuð fælni:  Ótti við að skaðast í afmörkuðum aðstæðum t.d. af dýrum, veðurskilyrðum.

Áfallastreituörskun: Ótti við minninguna um alvarlegt áfall sem átti sér stað.

Heilsukvíði: Ótti við að vera haldinn alvarlega sjúkdómi sem hefur ekki tekist að greina

Almenn kvíðaröskun: Ótti við óvissu sem haft geti eitthvað slæmt og óviðráðanlegt í för með sér.

Þráhyggja og árátta: Ótti við eigin hvatir og hugsanir sem talin eru endurspegla innræti og geti leitt til slæmra atburða.

Kvíðaröskun hefur ekki aðeins andleg einkenni heldur einnig líkamleg einkennin. Þau eru því miður mörg og hafa aukaverkanir sem geta valdið óþægindum. Þetta eru þau helstu:

Einkenni                                Aukaverkanir

Ör öndun                                Andþynglsi og svimi. Verkur fyrir brjósti

Ör hjartsláttur                        Óþægilega meðvitund um hjartsláttinn

Breytt blóðstreymi                 Dofi, seyðingur, kuldi þar sem blóðflæði er minna

Vöðvar spenntir                     Verkir, vöðvabólga og skjálfti

Sviti                                         Svitamyndun

Hægt á meltingu                    Munnþurrkur, meltingartruflanir, ógleði

Athygli að hættu                    Á nálum, viðbrigðin, erfitt að hugsa um annað en hættuna

Skynfæri skerpast                   Ljósfælni, sjóntruflanir, finnum meira fyrir klið

bottom of page