top of page

Lang flestir telja að stelpur greinist oftar með kvíðasöskun en strákar. Það kom m.a. í ljós í könnun sem við lögðum fyrir á facebook þar sem fólk var spurt um upplifun sína og þekkingu á kvíða. Mikill meirihluti þeirra sem svaraði taldi að kvíðaröskun væri algengari hjá stelpum en strákum. En í raun er það ekki þannig. Þvert á móti greinast fleiri strákar með kvíðaröskun en stelpur og má trúlega rekja það m.a. til kynjahlutverka í samfélaginu. Börn læra kynbundna hegðun frá samfélaginu, sem birtist m.a. í því að stelpur segja mun frekar frá tilfinningum sínum en strákar. Þess vegna er mun seinna gripið inn í kvíðaástand stúlkna en stráka því það er talið eðlilegt að stúlkur kvarti yfir tilfinningum sínum

 Eins og sjá má þá telur fólk frekar að stelpur greinist með kvíðaröskun frekar en strákar.

Kynjamunur og starf heilans

Kynjamunur

STarf heilans

Kvíðin á rætur að rekja til  viðvörunar og öryggiskerfi heilans. Sá hluti heilans kallast hringbörkur og telst til gamla hluta heilans, því hann á sér langa þróunarsögu. Hann fær boð frá öðrum kerfum í heilanum og reiknar út hvað þau þýða. Ef útkoman gefur hættu til kynna sendir hringbörkurinn skilaboð til annarra kerfa og þau bregðast við með því að útbúa varnaraðgerðir, eins og til dæmis örari hjartslátt, svita og annað sem á sér stað í líkamanum þegar maður er hræddur.

bottom of page