top of page

Meðferð, önnur en lyfjameðferð, við kvíða byggist annars vegar á því að minnka kvíðann og veita sjuklingnum meiri andlegan styrk til þessa að takast á við kvíðann og afleiðingar hans. Meðferðarferlið getur verið mjög persónubundið og fer einfaldlega eftir því hver tegund kvíðans er, hvernig andlegt og líkamlegt ástand sjúklingsins er , skapgerð, líferni og aðbúnaði.

Tegundir meðferða eru nokkrar, en þær byggjast flestar á stuðningi, að veita upplýsingar um sjúkdóminn og að gefa sjúklingum frekari vitneskju um sjálfan sig. Val á meðferð fer eftir ástandi sjúklings hverju sinni. Í sumum tilvikum er til dæmis lögð áhersla á að sjúklingurinn sjái hversu röng viðbrögð hans eru og að kenna honum ný viðbrögð. Einnig fá sjúklingar oft leiðbeiningar um ýmis líkamseinkenni, læra að slaka á og að meðhöndla oföndun Í öðrum tilvikum er áhersla lögð á kerfisbundna þjálfun í að mæta þeim kringumstæðum sem vekja ótta, en þegar sjúklingur er t.d. haldinn hræðslu við öddhvöss járn , hnífa, eða annað sem getur ógnað öryggi hans byggist meðferðin nær einvörðungu á stuðningsmeðferð og auknu innsæi í sálarlíf hans. Tilgangurinn með þessari þjálfun er að sjúklingurinn nái smám saman tökum á ótta sínum og hætti að forðast kringumstæður sem hann fælist. Í fyrstu þarf hann stundum á fylgdarmanni að halda, en reynslan hefur sýnt að eftir nokkrar slíkar aðgerðir minnkar kvíðinn eða hverfur.

Lyfjameðferð við kvíða getur verið tvenns konar. Annars vegar er hún hugsuð til þess að leiðrétta truflanir á andlegum og líkamlegum þáttum sem kunna að eiga þátt í kvíðanum, eins og til dæmis skjaldkirtilstruflanir eða þunglyndi. Hins vegar eru lyf sem eru ætluð til þess að hafa sérstök áhrif á kvíðann sjálfan í gegnum taugaboðberana Noradrenalin, Serotonin eða GABA. Verkun þessari má ná með lyfjum úr þrenns konar lyfjaflokkum: Lyfjum gegn þunglyndi, lyfjum gegn öðrum alvarlegum geðsjúkdómum í mjög smáum og vægum skömmtum og róandi eða kvíðastillandi lyfjum. Lyf í þessum þremur flokkum virka mismunandi eftir því um hvaða kvíðasjúkdóm er að ræða hverju sinni og lundafari einstaklingsins. Sum lyf virka innan nokkurra klukkutíma, á meðan önnur  byrja ekki að hafa áhrif fyrr en eftir hálfan mánuð eða svo. Sum þessara lyfja geta verið ávanbindandi og því best að taka þau aðeins skamman tíma hverju sinni. Rannsóknir sýna að í meðferð flestra tegunda kvíðasjúkdóma ber bestan árangur að samnýta samtalsmeðferð og lyfjameðferð. Í könnuninni sem áður hefur verið minnst á spurðum við hvort einstaklingur væri á lyfjum við kvíða og hvort þeim fyndist lyfin hjálpa. Svörin leiddu það í ljós að flestir sem eru á lyfjum telja þau hjálpa.

Lyf

Meðferð og lyf

Meðferð

Ertu á lyfjum gegn kvíða?

Ef já finnst þér þau hjálpá?

bottom of page