top of page

Lóa Baldvinsdóttir Andersen

Lóa er aðstoðar leikskólastjóri. Hún dáir starfið sitt og er þakklát fyrir að vera umkringd yndislegum börnum flesta daga. Hún hefur þó mikið að segja um kvíða og hvernig aðstaða er fyrir einstaklinga með kvíða. Við vorum mjög heppnar og fengum að spjalla smá vegis við hana.

Hvað starfar þú við?

​Ég er aðstoðarleikskólastjóri og vinn í draumavinnunni minni, umvafin yndislegum börnum og konum alla daga.

Hvað varð til þess að þú vildir að kvíði yrði viðurkenndari af samfélaginu?

Ég glímdi við mikinn kvíða sem barn og geri enn þó ég sé í miklum bata í dag. Báðar stelpurnar mínar hafa glímt við kvíða og hefur hann oft á tíðum verið afar hamlandi fyrir okkur. Einhvern veginn var ég alltaf að reyna að fela kvíðann en ákvað fyrir nokkrum árum að hætta feluleiknum og fara að tjá mig um þennann erfiða en jafnframt falda sjúkdóm. Ég hugsa þetta þannig að ef ég væri sykursjúk eða með nýrnasjúkdóm myndi ég ekki skammast mín eða fela mig

Hvað hefur þú lagt að mörkum til að opna umræðuna um kvíða?

Ég hef skrifað margar greinar um upplifum mína og dætra minna af baráttunni við kvíða. Sumar birti ég á facebook-síðunni minni en aðrar hafa ratað í fjölmiðla. Ég hef rætt við alþingismenn, ráðherra, lækna og reynt að vekja athygli á þessum erfiða sjúkdómi og alvarlegum afleiðingum hans. 

Hefuru séð einhverjar framfarir? Ef nei hvað viltu sjá vera betur gert?

Umræðan er alltaf að opnast meira og meira og því ber að fagna. Engu að síður er enn langt í land. Aðgangur að sálfræðingum, geðlæknum og öðrum meðferðarúrræðum er ekki góður, biðtími er langur og meðferð er afar kostnaðarsöm. Þetta þarf að laga, meðferð þarf að vera gjaldfrjáls og aðgangur að sérfræðingum og meðferðum miklu aðgengilegri.

bottom of page